ok

Kvöldfréttir útvarps

Innrás Ísraels vofir yfir Líbanon, íshellaferðir byrja á morgun og nýtt námsmat

Bandaríkjaforseti biður stjórnvöld í Ísrael að ráðast ekki inn í Líbanon. Ísrael kveðst reiðubúið að beita öllum brögðum gegn Hezbollah og innrás gæti hafist hvenær sem er.

Matsferill – nýtt samræmt námsmat í stað samræmdra prófa – kemst brátt í gagnið í grunnskólum landsins.

Íshellaferðir á Breiðamerkurjökli og Falljökli ættu að geta hafist á morgun eftir samþykkt stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs síðdegis.

Makríll, kolmunni, norsk-íslensk vorgotssíld og úthafskarfi eru öll ofveidd. Alþjóðahafrannsóknarráðið leggur til að aflaheimildir verði minnkaðar nema í síld þar sem stór árgangur kemur inn í veiðistofninn.

Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður fram haldið á morgun. Formaður Eflingar segir það merkja að skriður sé á viðræðum.

Ólafur Ragnar Grímsson fór hörðum orðum um Davíð Oddsson í dagbókum sínum þegar þeir stóðu sitthvoru megin víglínunnar í fjölmiðlamálinu 2004. Forsetinn þáverandi sagði að það væri lán að forsætisráðherrann hefði hvorki her né leynilögreglu til að beita.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

30. sept. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,