Skafrenningur til vandræða og síðasta könnnun fyrir kosningar
Samfylkingin mælist enn stærst í nýjum þjóðarpúlsi Gallup með 20%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og er næststærstur með 18,4%. Fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins eykst, en fylgi Miðflokksins lækkar skarpt.
Vonskuveður sem spáð er um landið norðan-og austanvert gæti sett strik í reikninginn. Skafrenningur gæti orðið til vandræða en kjörstjórnir stefna ótrauðar á að opna þar til annað kemur í ljós.
Verkfalli kennara hefur verið frestað til janúar eftir að deiluaðilar náðu saman um ramma um hvernig standa skuli að gerð kjarasamninga.
Margdæmdur ofbeldismaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember grunaður um að hafa misþyrmt konu í marga daga.