Kvöldfréttir útvarps.

Kosningar, leiðtogi Hamas drepinn, kvennaathvarf á Akureyri fær húsnæði, Grindavík og Stuðlar

Ríkisráðsfundur er hefjast á Bessastöðum, beint streymi er frá honum á rúv.is

Landlæknir er á meðal þeirra fjölmörgu sem tilkynnt hafa framboð sitt til Alþingis í komandi kosningum. Þrír forsetaframbjóðendur eru líka í þeim hópi.

Ísraelsk yfirvöld staðfestu í dag her landsins hefði drepið stjórnmálaleiðtoga Hamas í árás á Gaza í gær. Fráfall hans er mikið högg fyrir Hamas-samtökin

Nýtt húsnæði hefur verið fundið fyrir Kvennaathvarfið á Norðurlandi eftir langa leit og leigusamningur til þriggja ára verið undirritaður. Óvissan um framtíð athvarfsins er því úti, en það missir núverandi húsnæði um áramót.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar við hættum í Grindavík og nágrenni í tilefni þess bærinn verður opnaður fyrir almennri umferð á mánudaginn.

Umboðsmaður barna telur alvarlega brotið á réttindum þeirra á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem fjöldi barna með ólíkan vanda er vistaður saman.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

17. okt. 2024

Aðgengilegt til

17. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,