Kvöldfréttir útvarps.

Þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra, mönnun sambýla, kappræður Trumps og Harris, eitruð könguló.

Mörg umdeild mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Þar á meðal er frumvarp um breytingar á útlendingalögum og frumvarp sem heimilar netverslun með áfengi.

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir málum vísað til lögreglu þegar slys verða með óútskýrðum hætti, líkt og nýlega á sambýli borgarinnar. Ekki vöntun á starfsfólki.

Íslendingur búsettur í Washington telur kappræður Donalds Trump og Kamölu Harris litlu breyta um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember.

Náttúrufræðistofnun hefur til rannsóknar systurkönguló svörtu ekkjunar, en hún laumaði sér heim með konu sem keypti vínber úti í búð.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

11. sept. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,