Kvöldfréttir útvarps.

Forseti ræðir við formenn um þingrof, kjaradeila lækna og ríkis og aðgerðir ESA

Forseti Íslands hefur tekið á móti formönnum flokkanna, sem sæti eiga á Alþingi, einum af öðrum í dag til ræða um tillögu forsætisráðherra um þingrof. Stjórnarandstaðan vill kjósa sem fyrst.

Samkeppniseftirlitið fór í aðgerðir hjá fjárfestingafélaginu Skel í dag á vegum ESA vegna athugunar á hluta af smásölumarkaði.

Það miðar hægt í kjarasamningum lækna og ríkisins. Samningafundur stóð í átta tíma í dag og aftur verður fundað á miðvikudag.

Loðnubrestur er mikið högg. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga segja milljarðar séu í húfi verði ekki gefinn út kvóti eftir áramót.

Tökur eru hafnar í Höfða á mynd um fund leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrir tæpum fjörutíu árum. Framleiðslufyrirtækið Pegasus leigir Höfða af borginni fyrir um 6 milljónir króna.

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

14. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,