Kvöldfréttir útvarps.

Eldgos á Reykjanesskaga og uppsagnir hjá Icelandair

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga í hádeginu. Þetta er stærsta gosið í yfirstandandi hrinu til þessa. Hraunflæði er mun meira en úr fyrri gosum og hraun hefur lokað flestum leiðum út úr Grindavík. Ekki er útilokað þær lokist allar áður en langt um líður. Rætt er við Víði Reynisson hjá Almannavörnum.

Hraun ógnar líka háspennulínum og fleiri rafmagnslínum til Grindavíkur og var straumur tekin af þeim skömmu eftir gos hófst. Dökkur öskumökkur stóð upp af gosinu um tíma og miklar sprengingar heyrðust þegar kvikan komst í snertingu við grunnvatn. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunar á Veðurstofu Íslands segir allt benda til þess gosið jafnvægi.

Þeim sem voru í Grindavík brá í brún þegar viðvörunarflautur fóru gang í dag. Rakel Lilja Halldórsdóttir og maður hennar, sem voru við lokafrágang á eign sinni í bænum þurftu frá hverfa í skyndi.

82 starfsmönnum Icelandair var sagt upp í dag. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir nauðsynlegt hagræða í rekstri félagsins vegna hægari tekjuvaxtar en búist var við.

Tyrklandsforseti segir hendur stjórnvalda í Bandaríkjunum blóðugar vegna stuðnings þeirra við Ísraela. Þau skilgreina árásir á Rafah ekki sem allsherjarinnrás.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

29. maí 2024

Aðgengilegt til

29. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,