Kvöldfréttir útvarps.

Ungmenni struku eftir brunann og Moldóvar segja nei við Rússa

Ungmenni sem áttu þess kost fara heim til foreldra sinna eftir eldsvoðann á Stuðlum voru send þangað í öruggt skjól. Tvö þeirra struku eftir brunann.

Moldóvar stóðu af sér tilraunir Rússa til hafa áhrif á þjóðaratkvæði um Evrópusambandsaðild, segja forystumenn á Vesturlöndum. Hundruð voru handtekin sökuð um hafa reynt kaupa atkvæði kjósenda.

Bandarískur félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í meðferðarúrræðum fyrir þolendur kynferðisofbeldis segir það skipta miklu máli börnum trúað þegar þau greini frá ofbeldi. Það geti komið í veg fyrir ýmsa kvilla sem þau þrói með sér á fullorðinsárum.

Grindavík hefur verið opnuð almenningi á í samráði við ríkislögreglustjóra. Almannavarnastig í bænum hefur verið fært af hættustigi yfir á óvissustig, sem er lægsta almannavarnastigið.

Frumflutt

21. okt. 2024

Aðgengilegt til

21. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,