Formenn á Bessastöðum, VG þarf að stokka upp og Samkeppniseftirlitið áfrýjar til Hæstaréttar
Flest bendir til þess að formaður Samfylkingarinnar, fái fyrst umboð til stjórnarmyndunar. Formönnum flokkanna sem náðu á þing finnst flestum eðlilegast að Samfylkingin leiði stjórnarmyndunarviðræður fyrsta kastið.
Formaður Vinstri grænna útilokar ekki hugmyndir um sameiningu vinstri flokka. Stjórn flokksins hittist í dag til að ákveða næstu skref, nú þegar hann er ekki lengur á fjárlögum.
Stríðandi fylkingar í Líbanon saka hvor aðra um að rjúfa vopnahlé.
Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi ný búvörulög ógild í síðasta mánuði.
Vegagerðin biður fólk að vera ekki á ferðinni í kvöld nema á vel útbúnum bílum. Mikil hálka er á Reykjanesbraut.