Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir 20. apríl 2024

Fjórir hafa verið handteknir vegna gruns um manndráp í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu. Karlmaður á fertugsaldri er látinn.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir núverandi viðbragð ráða við rýmingar ef til þess kemur vegna hættu á nýju eldgosi á Reykjanesskaga.

Mislingasmit hefur greinst í fullorðnum einstaklingi á Norðausturlandi. Smithætta er meðal óbólusettra í nánasta umhverfi mannsins.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti undir kvöld, eftir margra mánaða þref, fjárstuðning við Úkraínu sem jafngildir á níunda þúsund milljörðum íslenskra króna.

Formaður Framsóknarflokksins segir vonlausa aðferðarfræði hafa ríkt í útlendingamálum til þessa sem ríkissjóður líði fyrir.

Formaður Samfylkingarinnar varar flokksmenn við því láta kæruleysi læðast upp sér vegna góðs gengis í skoðanakönnunum. Hún boðar aðgerðir í atvinnu-, orku- og samgöngumálum.

Þúsundir komu saman á Kanaríeyjum í dag til mótmæla fjölda ferðamanna.

Frumflutt

20. apríl 2024

Aðgengilegt til

20. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,