Kvöldfréttir útvarps.

Landris, dánaraðstoð, árásir á Líbanon, flóð á Spáni, útgerð í Grímsey

Fimmtán milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast undir Svartsengi. Veðurstofan segir allt stefni í sjöunda gosið á Sundhnúksgígaröðinni fyrir árslok. Það gæti orðið enn stærra en síðustu gos.

Sérfræðingur í líknarhjúkrun segir mikilvægt bjóða ekki upp á dánaraðstoð sem einu leið fólks út úr þjáningum. Mikilvægara auka lífsgæði fólks.

Ellefu létust í loftárás Ísraelshers í Líbanon síðdegis í dag. Nýr leiðtogi Hezbollah segir samtökin geta barist í margar vikur en séu þó opin fyrir vopnahlésviðræðum.

Yfir sjötíu eru látin og margra er enn saknað eftir mestu hamfarir sem orðið hafa á Spáni á þessari öld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir.

Útgerðarmenn í Grímsey eru litlu nær um hvar þeir eigi vinna afla sem þeir veiða, en þeim hefur ekki enn verið veitt undanþága frá kröfu um vinnslu í heimabyggð. Skipa átti spretthóp um málið tveimur dögum áður en ríkisstjórnin sleit samstarfi.

Verðbólga heldur áfram hjaðna og er komin niður í fimm prósent. Vaxtalækkunarferlið er hafið og einungis spurning hve stórt næsta skref Seðlabankans verður, segir hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

30. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,