Kvöldfréttir útvarps.

Samkeppniseftirlit um Ísteka, árshátíð Landsvirkjunar og sumardekk

Samkeppniseftirlitið tekur ekki afstöðu til þess í nýju áliti hvort Ísteka ehf brjóti samkeppnislög með framferði sínu á blóðtökumarkaði. Forstjóri eftirlitsins segir tilefni til frekari rannsóknar. Rætt er við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnir kostnað við árshátíð Landsvirkjunar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir kostnaðinn verulegan en blæbrigðamun á fljúga til Egilsstaða eða suður til Evrópu.

78 prósent landsmanna eru óánægð með Bjarni Benediktsson skuli hafa tekið við forsætisráðuneytinu, samkvæmt könnun sem fyrirtækið Prósent gerði.

Nagladekkjatímabilinu lýkur í dag. Törnin er byrjuð á dekkjaverkstæðum sunnan heiða en lögregla er þó ekki byrjuð sekta. Rætt er við Eyfind Þórarinsson og Hermann Inga Magnússon.

Borgarstyrjöldin í Súdan hefur kostað þúsundir mannslífa á einu ári. Miljónir hafa hrakist af heimilum sínum og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir stríðandi fylkingar mögulega hafa framið stríðsglæpi.

Og vopn sem notað var þegar bíl var rænt í Breiðholti um helgina reyndist vera leikfang.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður; Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

15. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,