Kvöldfréttir útvarps.

Kjaraviðræðum slitið, ríkið kaupir íbúðir í Grindavík, engin gosvirkni á Reykjanesskaga

Stéttarfélög innan Alþýðusambandsins hafa slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þau segja viðræðurnar árangurslausar.

Stjórnvöld ætla bjóðast til kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á eignum hvíla, eftir því óskað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra vonast til málið verði afgreitt fyrir mánaðamót. Arnar Björnsson ræddi við hana. Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík segist nokkuð sáttur við áformin.

Síðustu merki um eldvirkni í gosinu á Reykjanesskaga sáust um áttaleytið í morgun. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir allt með kyrrum kjörum síðan. Gréta Sigríður Einarsdóttir talaði við hana.

Lokið var síðdegis við tengja heitavatnslagnir sem fóru í sundur þegar hraun rann yfir þær í gær. Allt tvo sólarhringa gæti tekið fullum þrýstingi á öllum svæðum, sagði Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá HS Orku, í viðtali við Grétu Sigríði Einarsdóttur.

Margir af íbúum Suðurnesja eru enn heitavatnslausir eftir heitavatnslögn fór undir hraun í eldgosinu í gær. Ragnar Jón Hrólfsson ræddi um ástandið við Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur, íbúa í Garði.

Aftur verður opnað fyrir ferðir Grindvíkinga inn í bæinn frá og með morgundeginum. Þetta var ákveðið eftir uppfært hættumat Veðurstofunnar síðdegis.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelska hernum hefja undirbúning á brottflutningi almennra borgara frá borginni Rafah í suðurhluta Gaza þar sem innrás yfirvofandi. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

8. feb. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,