Kvöldfréttir útvarps.

Ráðherraskipti, viðbrögð og eldgos

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír ætla óbreyttu halda samstarfi sínu áfram út þetta kjörtímabil. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi leiðtoga stjórnarflokkanna í dag.

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn sem matvælaráðherra og Svandís Svavarsdótir flytur sig yfir í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður utanríkisráðherra á ný. Óvíst er hvernig eldgosið við Sundhnúk þróast á næstunni. Því gæti lokið á næstu dögum en það gæti líka hlaupið aukinn kraftur í það segir náttúruvársérfræðingur. Sveitarfélög landsins bíða spennt eftir útfærslu ráðherra á tillögum sem gætu skilað sveitarfélögum auknum fasteignagjöldum af virkjunum. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir of lítið af tekjum Kárahnjúkavirkjunar skila sér til alls nærsamfélagsins.

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

9. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,