Kvöldfréttir útvarps.

Eldgos, Grindavík, stýrivextir, kaup Landsbankans á TM, Íslendingar í Úkraínu?

Vísbendingar eru um kvika flæði óhindrað úr kvikuhólfinu undir Svartsengi inn kvikuganginn og upp um gosop við Sundhnúksgíga. Þannig getur eldgosið náð jafnvægi og haldið lengi áfram, segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur..

Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir verða kostnaðarsamt gera við sprungur og holrými í jarðveginum undir bænum. Skýra þurfi verkaskiptingu milli sveitarfélagsins og stjórnvalda.

Áhrif kjarasamninga eru ekki komin fram og ótímabært lækka vexti, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Stýrivextir verða óbreyttir, níu komma tuttugu og fimm prósent.

Stjórnarandstaðan sakaði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra um hafa sofið á verðinum þegar Landsbankinn keypti tryggingafélagið TM. Ráðherra flutti þinginu munnlega skýrslu um málið í dag.

Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins gagnrýnir Ísland vegna þátttöku þess í stríðinu í Úkraínu.

Alríkisdómstóll hefur frestað gildistöku laga sem heimila yfirvöldum í Texas handtaka ólöglega innflytjendur. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði nokkrum klukkustundum áður heimilað gildistökuna meðan lögmæti laganna væri kannað.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

20. mars 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,