Spegillinn

Breytt viðhorf til kynferðisbrota, mönnun heilbrigðisstétta og leiðir til að letja Trump frá yfirtöku Grænlands

Kynferðisbrot gegn börnum eru einn viðkvæmasti brotaflokkurinn og það er regla frekar en undantekning fjölmiðlar fái fyrst veður af þeim þegar ákæra er gefin út eða dómur fallinn. Fátítt er sakborningar séu nafngreindir. Þetta virðist vera breytast. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing.

Mannekla í heilbrigðiskerfinu hefur verið rædd um árabil. Í nýjum Talnabrunni landlæknis er farið yfir mannaflaþróun nokkurra heilbrigðisstétta undanfarin ár og segir þar fjöldi starfsfólks með gilt starfsleyfi fylgi mannfjöldaþróun ágætlega og hjá sumum stéttum hafi starfsleyfum fjölgað umfram mannfjölda. Það á við um hjúkrunarfræðinga, lækna og sálfræðinga. En hjá flestum stéttunum er töluverður munur á fjölda starfsleyfa og fjölda starfandi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þetta við Unni Berglindi Friðriksdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands.

Undanfarna viku eða svo hefur vart liðið dagur Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki ítrekað beinar og óbeinar hótanir sínar um yfirtöku Grænlands með hervaldi, verði Grænlendingar og Danir ekki við kröfu hans um afhenda Bandaríkjunum full yfirráð yfir þessum næsta nágranna okkar Íslendinga. En hvað er til ráða? Hvernig geta bandamenn Grænlendinga og Dana gert til letja Trump frá fjandsamlegri yfirtöku Grænlands? Ævar Örn Jósepsson reifar málið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,