• 00:00:05Lítil áhrif á markaðinn að höfuðpaurar séu handtek
  • 00:09:28Tollastefna Trumps er að breyta heiminum.

Spegillinn

Áfallaþolinn fíkniefnamarkaður og viðskipti í tollaheimi Trumps

Spegillinn fjallaði í vikunni um kókaín sem smyglað hefur verið til landsins á árinu; lögreglan á Suðurnesjum hefur aldrei séð annað eins magn, á fjórða tug dóma hafa fallið fyrir kókaínsmygl og tíu sitja í gæsluvarðhaldi eftir hafa verið gripnir með efnið á landamærunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð 210 mál frá árinu 2023 þar sem lagt hefur verið hald á neysluskammt af kókaíni en þau mál tengjast nær undantekningarlaust öðrum brotum .

Tollastefna Trumps, sem mjög var varað við og vakti mikinn ugg og titring í alþjóðasamfélaginu - er þegar farin hafa töluverð áhrif á alþjóðaviðskipti - en hver þá helst? Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, ræðir við Ævar Örn Jósepsson

Frumflutt

19. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,