ok

Spegillinn

Sparnaðarráð frá almenningi til stjórnvalda, hryðjuverk í Louisiana og Holtavörðulína 1

Um miðjan dag birtist í samráðsgátt stjórnvalda ósk frá ríkisstjórninni um tillögur frá almenningi um hvernig megi hagræða í ríkisrekstri. Tekið verður á móti ábendingum til 23. janúar og þá verður farið yfir þær allar af starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Og ekki stóð á viðbrögðum, á nokkrum klukkutímum voru komnar hátt í þrjúhundruð umsagnir. Rætt við Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands

Er hægt að svara því hvað varð til þess að hæglætismaður fæddur í Texas ók bíl inn í mannþröng í Louisiana og varð fjölda fólks að bana um áramótin.

Bændur í Borgarfirði gagnrýna áform um Holtavörðuheiðarlínu 1 sem á að liggja þvert í gegnum uppsveitir Borgarfjarðar. Landsnet segir línuna vera af nýrri kynslóð byggðalína og vill að skipuð verði raflínunefnd til að tryggja að skipulagsferlið tefjist ekki.

Frumflutt

2. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,