Kjörseðillinn á laugardag, barnsrán Rússa í Úkraínu og spenna vegna forsetakjörs í Rúmeníu
Hvað þarf kjósandi að hafa með sér á kjörstað í Alþingiskosningum og hvað ber að forðast ef ekki á að ógilda kjörseðilinn. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar.
Víst þykir að Rússar hafi numið tæplega 20.000 úkraínsk börn á brott síðan þeir réðust inn í Úkraínu og rökstuddur grunur er um að þau séu mun fleiri. Tetiana Fedosiuk er úkraínskur sérfræðingur hjá rannsóknarsetri í utanríkis- öryggis- og varnarmálum í Tallin í Eistlandi segir að fjölmörg þeirra séu vistuð á stofnunum í Rússlandi, Belarús eða hernumdum svæðum Úkraínu, en önnur ættleidd af rússneskum fjölskyldum.
Stjórnvöld í Rúmeníu vilja rannsaka hvort samfélagsmiðillinn TikTok hafi farið eftir reglum Evrópusambandsins um auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna þar á sunnudaginn. Óháður frambjóðandi, Călin Georgescu, sigraði óvænt í fyrri umferð kosninganna, á meðan leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Rúmeníu datt út. Björn Malmquist ræðir við Radu Magdin, stjórnmálaskýranda frá Rúmeníu.
Frumflutt
28. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.