• 00:00:00Kynning
  • 00:00:12Ármann Höskuldsson
  • 00:07:05Össur
  • 00:14:27Bjarnaveiðar í Svíþjóð
  • 00:19:23Kveðja

Spegillinn

Önnur eldkerfi á Reykjanesi í biðstöðu og Össur áberandi á Ólympíumóti fatlaðra

Ármann Höskuldsson ræðir við Spegilinn um stöðuna á Reykjanesskaga eftir sjötta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst í gærkvöld. Verulega hefur dregið úr krafti gossins en Ármann telur tímabært skoða varnir fyrir Reykjanesbraut og Voga.

Bjarnaveiðitímabilið byrjaði í Svíþjóð á miðvikudag. Samkvæmt vefsíðu Sænsku rándýrasamtakanna, sem láta sig velferð, viðgang og afkomu rándýra landsins varða, voru yfir hundrað birnir felldir strax á fyrsta degi og í gær féllu rúmlega fimmtíu til viðbótar.

Ólympíumót fatlaðra verður sett í París í næstu viku. Ísland á fimm keppendur á mótinu. Þar með er ekki öll sagan sögð því átján keppendur verða á hlaupafótum frá íslenska stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Spegillinn settist niður með Hildi Einarsdóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Össuri.

Frumflutt

23. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,