Spegillinn

Ofgreining og ofnotkun ADHD, sameiningar á Suðurnesjum og Taylor Swift

ADHD er bæði ofgreint og ofmeðhöndlað hér á landi segir yfirlæknir ADHD-teymis Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Landlæknir segir á hverjum tíma séu nokkur mál vegna ávísana of stórra skammta ADHD-lyfja til meðferðar hjá embættinu og misbrestur hafi verið á næg eftirfylgni með slíkum lyfjameðferðum.

Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hafa í vikunni átt samráðsfundi með íbúum um möguleika á sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Íbúafundir hafa verið haldnir í hverju sveitarfélagi fyrir sig undanfarin þrjú kvöld, þar sem íbúar hafa getað viðrað skoðanir sínar. Ragnhildur Thorlacius fréttamaður ræddi við Gunnar Axel Axelsson sveitarstjóri Voga, sem segir þessar hugleiðingar séu ekki nýjar af nálinni.

Bandaríska poppstjarnan Taylow Swift gaf í dag út sína elleftu breiðskífu, The Tortured Poets Departmant - aðdáendur Swift verða seint sagðir þurfa bíða lengi eftir nýrri tónlist frá átrúnargoði sínu, hún hefur ofdekrað þá með nýju efni síðustu árin Það er kannski ekki skrýtið aðrir tónlistarmenn skyldi ranghvolfa augunum þegar hún tilkynnti á grammy í febrúar von væri á plötunni, þá nýbúin vinna verðlaun fyrir plötu ársins - þeir vissu slagurinn væri tapaður og best væri leyfa henni eiga sviðið.

Frumflutt

19. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,