Hæstaréttardómur vegna ríkislögreglustjóra, Forsetakosningar, það sem ekki má á Ítalíu
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríkið yrði að standa við samkomulag sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við undirmenn sína. Þó er alveg skýrt að mati Hæstaréttar að ríkislögreglustjóinn fyrrverandi mátti ekki gera samkomulagið. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.
Sjöundi forseti Íslands verður kosinn 1. júní. Forsetakosningar eru sannarlega persónukjör og embættið hefur í gegnum tíðina mótast af þeim sem gegnir því hverju sinni. Því vsr horft um öxl og gripið niður í innsetningarræður forseta. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá.
Ferðafólk sem leggur leið sína til Ítalíu þarf að huga að ýmsu sem ber að varast til að móðga ekki heimamenn eða jafnvel brjóta lögin. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Frumflutt
27. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.