Mansalsmál á Íslandi, húsnæðismál á Akureyri, forsetakosningar í Rússlandi
Áttatíu til níutíu mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, segir Jenný Kristín Valbergsdóttir, teymisstjóri. Ragnhildur Hrefna Thorlacius ræddi við hana.
Allt of fáar íbúðir hafa verið byggðar á Akureyri undanfarin ár og eftirspurnin á aðeins eftir að aukast, samkvæmt spá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Halla Björn Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir þau treysta á að jafnvægi náist í efnahagsmálum. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við hana.
Þriggja daga forsetakosningar hófust í Rússlandi í morgun. Þeim lýkur á sunnudagskvöld þegar því verður lýst yfir að Vladimír Pútín hafi sigrað með fáheyrðum yfirburðum. Ásgeir Tómasson tók saman.
Frumflutt
15. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.