• 00:00:08Mansal
  • 00:10:08Breytingar á stjórnarskrá - forsætisráðherra
  • 00:15:46Mannránum fjölgar í Nígeríu

Spegillinn

Mansal, breytingar á stjórnarskrá og mannrán í Nígeríu

12. mars 2024

Sex manns eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum Quangs Lé, öðru nafni Davíðs Viðarssonar, sem grunaður er um peningaþvætti, skipulagða glæpastarfsemi og vinnumansal. Búið var rannsaka málið í langan tíma í samvinnu fjölmargra aðila, áður en lögreglan lét til skarar skríða á 25 stöðum um land allt. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vinnumansal líklega útbreiddara á Íslandi en flestir telja og rannsóknir á mansalsmálum ganga of hægt og illa. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Alþingi skulda þjóðinni ljúka samtalinu um breytingar á stjórnarskrá. Hún fundar reglulega með formönnum allra flokka á Alþingi, síðast á föstudag, og telur breið samstaða minnsta kosti um fjölga meðmælendum þeirra sem ætli bjóða sig fram til embættis forseta. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu.

Frá því Bola Tinbu tók við forsetaembætti í Nígeríu í maílok í fyrra hafa 3.964 mannrán verið framin í landinu, um það bil 450 á mánuði. Þetta er nokkur fjölgun frá því árið á undan og er fjölgunin meðal annars rakin til verstu efnahagskreppu í landinu í áratugi. Ásgeir Tómasson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,