Spegillinn

Kjarasamningur, Gaza og hergagnaframleiðsla í Evrópu

7. mars 2024

Fulltrúar Eflingar, Samiðnar og Starfsgreinasambandsins undirrituðu í dag kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd um það bil 70.000 félaga í hreyfingunum þremur. Samningurinn gildir í fjögur ár og nefnist Stöðugleika- og velferðarsamningur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir þetta tímamótasamning og er sannfærður um hann verði samþykktur af yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Vilhjálm.

Vonir eru engu orðnar um samið verði um vopnahlé á Gaza áður en Ramadan, föstumánuður múslima, gengur í garð í næstu viku. Samninganefnd Hamas-samtakanna hélt frá Kaíró í morgun, þar sem viðræður hafa staðið yfir undanförnu um möguleika á fjörutíu daga vopnahléi. Ásgeir Tómasson tók saman.

Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hefur fsannfært leiðtoga Evrópusambandsins um nauðsyn þess bæta verulega í framleiðslu hergagna. Þetta voru í það minnsta skilaboðin á fundi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á þriðjudag, þar sem samþykkt var tillaga um stórauka þessa framleiðslu á næstu árum.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred.

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,