Noregskonungur veikur í Malasíu, málefni kvótaflóttamanna, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Norðmenn óttast að Haraldur konungur sé alvarlega veikur þar sem hann liggur á sjúkrahúsi í Malasíu. Hann er þar í fríi frá störfum. Búið er að senda sjúkraþotu á vegum hersins og lið lækna á staðinn en alls er óvíst hvenær konungur verður fluttur heim. Gísli Kristjánsson sagði frá.
Gerður Gestsdóttir, ormaður flóttamannanefndar, vonar að hægt verði að að taka við kvótaflóttamönnum í ár en það hefur ekki verið gert frá 2020. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Kristín Snorradóttir, teymisstjóri í Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri, segist finna fyrir því að þolendur af öllum kynjum verði fyrir alvarlegri brotum en áður. Aðeins einn starfsmaður starfar í miðstöðinni sem stendur þrátt fyrir að hún þjónusti þolendur um allt land. Selma Margrét Sverrisdóttir tók saman.
Frumflutt
1. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.