Útlendingamál, Ungverjar samþykkja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið og orkuskerðingar
20. febrúar 2024
Útlendinga- og hælisleitendamál hafa verið uppspretta núnings og jafnvel beins ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um langa hríð. Á fundi hennar í morgun sammæltist stjórnin um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda, takaá utan um þau mál í heild.
Ungverska þingið greiðir atkvæði á mánudaginn kemur um hvort það fellst fyrir sitt leyti á að Svíþjóð fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. Öll önnur NATÓ-lönd styðja málið, eftir að Tyrkir gáfu sig í síðasta mánuði eftir langt þref.
Orka frá Kárahnjúkavirkjun fer til spillis og nýtist ekki jafn vel og hún gæti gert ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Þegar nýtt tengivirki á Hryggstekk í Skriðdal verður tilbúið, eftir þrjú ár verður hægt að draga verulega úr skerðingu á Austurlandi.
Frumflutt
20. feb. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.