Spegillinn

Úkraínu boðið í viðræður, hryðjuverkaárás afstýrt, landsbyggðarstrætó

Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákvað undir kvöld bjóða Úkraínu og Moldóvu hefja viðræður um aðild sambandinu. Þetta var tilkynnt á fundi leiðtoganna sem stendur yfir í Brussel. Fyrirfram hafði verið búist við Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands myndi standa í vegi fyrir þessari ákvörðun. Rætt var við Björn Malmquist sem hefur fylgst með fundinum.

Danska lögreglan telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás með umfangsmiklum aðgerðum víða um landið í rauðabítið í morgun. Þrír eru í haldi í Danmörku og einn í Hollandi.

Notkun Strætó utan höfuðborgarinnar minnkaði um tæpan helming í heimsfaraldrinum og hefur gengið erfiðlega fjölga farþegum síðan. Framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar segist þó vongóð, þar sem þau sjái hægan vöxt milli ára.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,