Stuðningur við Úkraínu minnkar, ungir brotamenn, hælisleitendur
Verulega hefur dregið úr fjárstuðningi vestrænna þjóða við Úkraínu upp á síðkastið. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjanna komu í gær í veg fyrir 106 milljarða dollara neyðaraðstoð, sem Bandaríkjaforseti hugðist skipta milli Ísraels og Úkraínu.
Brotamenn undir átján ára aldri fara ekki í fangelsi nema í algjörum undantekningartilfellum en þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið, kornungu karlmönnunum sem grunaðir eru um og jafnvel staðnir að alvarlegum ofbeldisbrotum og eru dregnir fyrir dóm í kjölfarið. Spegillinn hefur fjallað um nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun síðustu daga, og þótt ekki sé sérstaklega fjallað um unga fanga í henni, spurðum við Pál Winkel, fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing út í aðstæður þessa viðkvæma en stækkandi hóps.
Hælisleitendur, sem hafa fengið synjun um hæli en vilja ekki fara, verða settir í svokallað búsetuúrræði, þar sem fólk verður ekki frjálst ferða sinna, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram eftir áramót. Hún var á fundi ráðherra Schengen-ríkjanna þar sem aðalumræðuefnið var hvernig ríkin takast á við brottvísanir.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon.
Frumflutt
7. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.