• 00:00:00Kynning
  • 00:00:46Aðgerðir hertar í suðurhluta Gaza
  • 00:05:22Fangelsismál í ólestri
  • 00:14:06Barnaverndarmál í Noregi
  • 00:18:46Kveðja

Spegillinn

Gaza, fangelsi landsins og norsk barnavernd í vanda

Ísraelsher herti í dag sókn sína gegn Hamas í suðurhluta Gazasvæðisins, en þangað hefur fólk verið hvatt til fara til forðast árásir Ísraela á norðurhlutann. Íbúum nokkurra hverfa í borginni Khan Yunis hefur verið skipað flýja suður á bóginn. Ásgeir Tómasson segir frá.

Margar brotalamir eru í rekstri fangelsa landsins og sumar þeirra býsna alvarlegar, samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta óboðlegu ástandi húsnæðis á Litla-Hrauni, ónógu öryggi fanga og fangavarða vegna manneklu, skorti á heilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræðum fyrir fanga, skorti á aöstöðu til halda hópum fanga með ólíkan bakgrunn og vandamál aðskildum og þeirri staðreynd, ekkert kvennafangelsi er rekið hér á landi - ógleymdri fjármögnun stofnunarinnar, sem ekki öldungis í takt við fjárþörfina. Arnar Björnsson ræðir við Páll Winkel fangelsismálastjóra, sem fagnar skýrslunni og segir fátt í henni koma á óvart. Ævar Örn Jósepsson tók saman.

Norska barnaverndin sætir aftur og aftur gagnrýni dómara við mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Norðmennirnir þykja ósveigjanlegir í túlkun laga um réttindi barna, foreldrar ekki áheyrn með klögumál sín, og evrópsku dómararnir orðnir langþreyttir úrskurða aftur og aftur um sömu mistökin. Gísli Kristjánsson hefur kynnt nýjustu úrskurðina frá Strasbourg.

Frumflutt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,