ok

Spegillinn

Sprungur í Grindavík og víðar, samkomustaður fyrir Grindvíkinga

Víða má finna sprungur á Reykjanesskaga og á austasta hluta höfuðborgarsvæðisins. Sprungur gætu leynst undir húsum á fleiri stöðum en í Grindavík. Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur kortlagt sprungur. Hún segir að sprungan sem liggur i gegnum Grindavík hafi verið þekkt og telur að gliðnunin geti haldið áfram í nokkrar vikur.

Stjórnsýsla Grindavíkur hefur fengið aðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þorsteinn Gunnarsson borgaritari starfaði áður og bjó í Grindavík en hann er alinn upp í Vestmannaeyjum til sjö ára aldurs, en þá þurfti hann að flýja heimili sitt vegna eldgossins í Heimaey. Þorsteinn segir að álag á starfmenn Grindavíkurbæjar sé mikið og þau verði að fá tíma til að ná áttum. Mestu máli skipti, og það þekki hann sjálfur frá Eyjagosinu, að bæjarbúar hittist. Stefmt er að því að gamla Tollhúsið í Reykjavík verði samkomustaður Grindvíkinga.

Markmið um kolefnislosun á þessum áratug eru langt frá því að nást, samkvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í dag.

Frumflutt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,