Spegillinn

Hjálpargögn komast ekki inn á Gaza, víða stríð í heiminum og loðnan

19. október 2023

Miklar hörmungar vofa yfir íbúum Gaza fáist ekki neyðaraðstoð sem enn situr föst við landamærin. Rafmagnslaust er á mörgum sjúkrahúsum og erfitt eða ómögulegt sinna særðum.Bandaríkjastjórn biður Bandaríkjamenn um allan heim vera á varðbergi vegna andúðar í garð Bandaríkjanna.

Útreikningar benda til breytingar á hafstraumum við Norðaustur-Grænland gætu orðið allmiklar innan tíu ára. Þeim gætu fylgt miklar breytingar á göngu loðnu.

Úkraínska hernum miðar hægt í sókn gegn innrásarher Rússa.

Báðum yfirlæknum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Starfsfólk fordæmir ákvörðunina þegar sárlega vantar heimilislækna til starfa.

Stjórnsýslufræðingur segir stöðu biskups í óvissu. Eðlilegast væri kirkjuþing tæki af skarið og efndi til biskupskosninga. Benedikt Sigurðsson ræddi við hann.

---------------

Heimsókn forseta Bandaríkjanna, til Ísraels í gær skilaði þeim árangri hans sögn forseti Egyptalands, féllst á lífsnauðsynjar yrðu sendar til Gazasvæðisins en enn hefur engum bílum verið hleypt með hjálpargögn yfir landamærin.

Stríð geisar í Úkraínu, Ísrael og Palestínu, Súdan, Eþíópíu, Mjanmar, Líbíu og tugum annarra ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og forstöðumaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE segir eftir tiltölulega friðsamlegt skeið heimurinn á verri stað.

Hin viðamikla og stórfróðlega skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjallar hluta um kerfislæga áhættu. Anna Hulda Ólafsdóttir eskrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofunni tekur dæmi af hækkun sjávarstöðu sem geti haft áhrif á virði fasteigna á lágsvæðum, það hefur áhrif á lánshæfi og greiðslugetu og fjármálafyrirtæki, eitt leiði þannig af öðru.

Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,