Árás á sjúkrahús, sýruárás á barn, Svíþjóð, Pólland
17. október 2023
Palestínumenn segja um 500 manns hafa fallið í loftárás á sjúkrahús á Gaza.
Betur fór en á horfðist þegar stíflueyðisdufti var kastað í andlit tólf ára stúlku.
Yfirmaður öryggismála hjá sænska knattspyrnusambandinu varar stuðningsfólk landsliðsins við því að klæðast treyjum liðsins erlendis.
Harkalegu ofbeldi er æ oftar beitt í kynlífi þannig að leiði til ákæru.
Hjúkrunarrýmum í Seljahlíð í Breiðholti verður lokað 1. febrúar. Ekki á að fækka hjúkrunarrýmum heldur verða þau færð á önnur hjúkrunarheimili.
Sjö ára norskur drengur sem leitað hafði verið síðan síðdegis á sunnudag er látinn.
----
Yfirmaður öryggismála hjá Sænska knattspyrnusambandinu telur að stuðningsfólk landsliðsins setji sig í hættu klæðist það gulbláu landsliðstreyjunni. Tveir áhangendur liðsins voru skotnir til bana í Brussel í gærkvöld.
Stjórnarskipti blasa við í Póllandi. Flestir telja að stjórn leidd af Donald Tusk myndi leiða landið á nýjar slóðir, halda því í Evrópu og draga úr áhrifum kirkjunnar.
Getur innritunarkerfi í framhaldsskóla haft mikil áhrif á það hvernig fólki vegnar í lífinu? Og vitum við hvernig nemendum vegnar í framhaldsskólum og hvernig gengur í skólakerfinu sjálfu?
Frumflutt
17. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.