ok

Spegillinn

Hernaður Ísraela og Hamas, fundur stjórnarflokkanna, kvennaverkfall

13. október 2023

Samstaða var með stjórnarflokkunum á sameiginlegum vinnufundi þeirra á Þingvöllum í dag, segja Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forystumenn flokkanna.

Kvikugangur er að myndast undir Fagradalsfjalli að mati vísindamanna Veðurstofunnar. Það sýnir hröðun á landrisi undanfarið.

Fyrirskipun Ísraelshers um að 1,1 milljón íbúa Gazaborgar komi sér suður á bóginn fyrir miðnætti hefur vakið undrun og óhug víða um heim. Búist er við að landherinn ráðist fljótlega inn á Gazasvæðið. Hernaðurinn á eftir að reynast erfiðari en oft áður að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings.

Stjórnkerfi og fyrirtæki búa sig undir snúinn þriðjudag 24. október þegar boðað er til sólarhrings kvennaverkfalls. Hvorki ríki né borg ætla að draga af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá. Rætt var við Gerði Óskarsdóttur, Helga Grímssyni og Maríu Fjólu Harðardóttir.

Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir húsakost Kaffistofu samtakanna löngu sprunginn vegna þess hve gestum hefur fjölgað síðustu mánuði. Í mars heimsóttu ríflega 200 gestir kaffistofuna. Í september fór fjöldinn upp í tæplega þúsund.

Um 70 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, hætti alfarið í ríkisstjórn. Flestir eru ánægðir með ákvörðun hans. Fólki ber ekki saman um hvort ákvörðunin styrki eða veiki ríkisstjórnina.

Sænska matvælaeftirlitið hefur varað við uppskriftum sem fólk fer eftir þegar fólk býr sig undir veturinn með því að sjóða niður, sulta og safta. Rætt var við Höllu Halldórsdóttur, gæðastjóra hjá Matís.

Frumflutt

13. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,