Afsögn Bjarna Benediktssonar og áhrif á ríkisstjórn
10. október 2023
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afsögn fjármálaráðherra sé virðingarverð. Hún hafi óhjákvæmilega áhrif á ríkisstjórnina en milli þeirra ríki traust.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur lýsir ánægju með að fjármálaráðherra hafi ekki látið reyna á hæfi sitt í embætti fyrir dómstólum heldur frekar vikið. Ráðherrar sem yfirmenn framkvæmdavaldsins þurfi að fylgja flóknu regluverki í sínum verkefnu og megi ekki hygla einni atvinnugrein eða frændfólki.
Hólmganga Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins segir formaður miðflokksins um afsögn fjármálaráðherra.
Stjórnvöld í Finnlandi segja einsýnt að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslu sem liggur yfir Finnska flóa til Eistlands. Þau neita að tjá sig um um hver hafi verið að verki.
Í stríði milli Ísraels og Hamas, eins og í öðrum stríðum, eru það börn sem þjást mest, segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Rafmagns- og vatnsleysi á Gaza sé lífshættulegt.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Frumflutt
10. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.