06.10.2023
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld geri margt til að bregðast við ópíóíðafaraldrinum en mættu gera betur. Fjölga þurfi plássum í afeitrun til að stytta biðtíma sem nú er á sjöunda mánuð. Urður Örlygsdóttir ræddi við hann.
Umhverfisáðherra hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verði frá 20. október til 21. nóvember í ár. Heimilt verður að stunda veiðarnar allan daginn frá föstudegi til þriðjudags. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Áka Ármann Jónsson, formann Skotvíss.
Íranska baráttukonan Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún situr fangelsuð í heimalandi sínu eftir áralanga baráttu fyrir réttindum kvenna og mannréttindum almennt. Gísli Kristjánsson sagði frá.
Ung börn voru tjóðruð í rúmum á vöggustofunni Suðurborg samkvæmt ótúgefinni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir sást örsjaldan á vöggustofunni. Aldrei faðir. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Guðjón. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við Arnar Björnssonað bætur hljóti að koma til skoðunar til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra
Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28 sem haldin verður í nóvember þarf að byggja aftur upp trú almennings á því að þjóðir jarðar séu tilbúnar að takast á við ógnina sem felst í loftslagsbreytingum. Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, gefur kost á sér til endurkjörs í kosnin gum í desember. Þorgils Jónsson sagði frá.
Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir