Spegillinn

Ill meðferð vöggustofubarna, Freedom aflýst, áhugalausir Alþingismenn

Hvítir veggir, hvítir sloppar og börn í hvítum rúmum; þau skorti örvun og umhyggju á vöggustofum Reykjavíkur. Foreldrarnir fengu ekki snerta þau og varla heimsækja þau. Þetta hafði oft varanleg áhrif á líf og heilsu barnanna. Þau sættu illri meðferð dómi nefndar sem hefur rannsakað starfsemina.

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur aflýst fundi með tyrkneska körfuboltamanninum Enes Kanter Freedom sem hefur barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu en einnig gagnrýnt trans fólk. Forsetinn ætlar hitta manninn.

Einungis tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, af átta, boðuðu komu sína hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. Stjórnarmaður í fjórðungssambandi Vestfjarða furðar sig á áhugaleysinu.

Jón Fosse handhafi Nóbelsverðlaunana í bókmenntum í ár er krefjandi skáld fyrir nútímalesendur, segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, sem er útgefandi verkanna.

Stuðningur við Úkraínumenn er vonum helsta umræðuefnið á leiðtogafundi Evrópska stjórnmálavettvangsins í Granada á Spáni. Nýtt vandamál er þó komið upp sem einnig þarf takast á við: fjöldaflótti armenskra íbúa frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Aserbaísjan til Armeníu. Þangað streymdu rúmlega eitt hundrað þúsund manns á fáum sólarhringum. Áætlað er eftir séu um tuttugu þúsund, flest í héraðshöfuðborginni Stepanakert.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaðir fréttaútsendingu.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,