Spegillinn

Litla-Hraun verður rifið, 54 gefa skýrslu, hjúkrunarheimili tefst

Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags, vegna rannsóknar á andláti karls í Reykjavík á laugardag.

Skipulagsmál hjá borginni urðu til þess bygging hjúkrunarheimilis í Grafarvogi hefur tafist um tvö ár. Borgin segist tilbúin.

Enn bætir í straum flóttamanna frá Nagorno-Karabakh til Armeníu.

54 gefa skýrslu í réttarhöldunum sem kennd eru við Bankastræti Club og hófust í dag.

40% eldri borgara segjast ekki finna til einmanaleika, en 6% segjast vera gífurlega einmana. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. Fleiri upplifa tilfinningalegan einmanaleika en félagslegs einmanaleika, það er sakna náinna samskipta við fólk. Valdís Ólafsdóttir hafði varla tíma til koma í stutt viðtal þegar Spegillinn rakst á hana um helgina. Hún er 87 ára og hefur nóg fyrir stafni. Hún segir eldra fólk verði drífa sig af stað ef það er einmana, annars grotni það niður. Það þýði ekkert ?setjast á rassgatið og horfa út í loftið?.

Ástandið á Litla-Hrauni er verra en það var fyrir tíu árum segir fangelsismálastjóri og húsnæðið sjálft gerir til dæmis ómögulegt skilja fanga og hefta flæði fíkniefna um fangelsið. Hann segir löngu tímabært byggja nýtt fangelsi sem verði ekki geymsla eða ?letigarður fyrir slæpingja? heldur staður þar sem hægt er byggja fólk upp.

Ráðamenn í Íran keppast við bæta samskiptin við nágrannaríki í Miðausturlöndum. Friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Sádi-Araba kann veða undirritað í byrjun næsta árs.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,