Spegillinn

Missti allt í brunanum, fjöldamorð á flóttamönnum, þörungar í vatni

Ævar Sigmar Hjartarson Formaður húsfélags í húsi við Hvaleyrarbraut, sem brann í gær, segist sjálfur ítrekað hafa bent bæjaryfirvöldum á ólögmæt búseta væri í húsinu. Leigusalar virðast fela fyrir nágrönnum sínum þeir leigi út rými í atvinnuhúsnæði til búsetu.

Landmæraverðir í Sádi-Arabíu fremja fjöldamorð á flóttafólki frá Eþíópíu sem reynir komast inn í landið, samkvæmt nýrri skýrslu Mannréttindavaktarinnar.

Um 850 er enn saknað eftir mikla gróðurelda á Havaí. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld. Staðfest er 114 hafa látist. Bandaríkjaforseti sækir eyjarnar heim í dag.

Grænþörungar í vatnsbóli Skagamanna ollu öllum líkindum óbragði af drykkjarvatni þar. Vatnsbólið hefur verið hreinsað.

Steingrímur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kvarna sem selur sorpkvarnir segir eftirspurn og áhuga á kvörnunum hafa aukist merkjanlega eftir nýtt flokkunarkerfi var tekið í gagnið á höfuðborgarsvæðinu. Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum segir veitukerfið ekki í stakk búið til þess taka á móti lífrænum úrgangi.

Neyðarástand ríkir í húsnæðismálum Háskólans á Hólum, segir Hólmfríður Sveinsdóttir rektor.

***

Í byrjun árs í fyrra er talið tæplega tvö þúsund hafi búið í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er þeir séu mun fleiri í dag. Stefnt er því breyta regluverki svo fólk geti tímabundið skráð lögheimili sitt í atvinnuhúsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Regínu Valdimarsdóttur, teymisstjóra á brunavarnasvið Húsnæðis -og mannvirkjastofunar.

Miðað við nýútkomna tölfræði Hagstofunnar gera ráð fyrir rúm 60% þeirra sem hefja nám á framhaldsskólastigi núna ljúki því innan sex ára. Það er í það minnsta raunin með þá sem hófu nám haustið 2017.

er byrjað greina sérstaklega hvort innflytjendur klára framhaldsskólann. Þá kemur í ljós tæp 67% þeirra sem fluttu til landsins fyrir sjö ára aldur, og byrjuðu í framhaldsskóla luku náminu, en aðeins tæp 37% þeir sem fluttu til landsins sjö ára eða eldri. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Stellu Blöndal dósent við HÍ.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var hrærður þegar hann þakkaði Dönum á þeirra eigin tungu fyrir ætla gefa Úkraínuher nítján F-16 orrustuþotur. Jafnframt taka Danir sér þjálfa úkraínska flugmenn, flugvirkja og starfslið til þjónusta þoturnar. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

21. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,