Spegillinn

Ábyrgð stjórnenda Íslandsbanka og traust til kerfisins

Spegillinn 27. júní 2023.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur ekki stjórnvöld hafi verið of bláeyg með því treysta stjórnendum Íslandsbanka fyrir sölu á hlut í bankanum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fólk sem ítrekað brjóti lög, blekki vísvitandi og ljúgi, njóti ekki trausts og þurfi íhuga stöðu sína.

Útleiga hoppukastala er ekki leyfisskyld starfsemi og ekkert formlegt eftirlit er með leigunni. Elva Rakel Jónsdóttir, staðgengill forstjóra umhverfisstofnunnar segir breyta eigi reglugerðum. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana.

Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litáen óttast komu Wagner-málaliðahreyfingarinnar til Belarús. Þau hvetja NATO til þess efla viðveru sína í austustu bandalagsríkjunum til gæta öryggis þeirra. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Kynntar hafa verið hugmyndir í ríkisstjórn um fjárfesta í færanlegum einingum til koma mögulegum móttökubúðum flóttamanna á fót hér á landi. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekkert lát er á hitabylgju sem hefur plagað Texas-búa í meira en tvær vikur. Hiti fór upp í 40 gráður í gær og áfram er spáð steikjandi hita út vikuna. Ólöf Ragnarsdóttir sagði frá.

Þreifingar hafa verið á milli Árvakurs og Sýnar um kaup Árvakurs á Bylgjunni. Vefurinn Vísir.is er líka falur. Valur Grettisson sagði frá.

------------

Trúverðugleiki og traust eru orð sem hafa verið mörgum á tungu síðustu daga þegar rætt er um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og þann áfellisdóm sem felldur er í skýrslu fjármálaeftirlitsins um söluna og þátt bankans sjálfs. Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hefur fjallað um hagsögu og efnahagskreppur, og telur það skipta miklu hvort fólk treystir bönkum og fjármálakerfi en traust margþætt. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann

Fresta þarf þúsundum læknisaðgerða ef af fimm daga verkfalli unglækna á sjúkrahúsum á Englandi verður í næsta mánuði. Ásgeir Tómasson sagði frá. Steven Barclay, heilbrigðisráðherra. Robert Laurenson unglæknir.

Norðurlöndin eiga verða samþættasta svæði heims og unnið er því hörðum höndum í ráðherranefndum á vegum Norðurlandaráðs tryggja svo verði segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Guðmund Inga um Norðurlandsamstarf, flutning, ferðalög og nám Norðurlandabúa milli landa og stjórnsýsluhindranir sem ryðja þarf úr vegi.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir.

Frumflutt

27. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,