Spegillinn 22. júní 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Brak fannst í dag úr kafbátnum Titan, sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Hallgrímur Indriðason greinir leitinni.
Fimmtungur félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga missir vinnuna eftir uppsagnir í rækjuvinnslunni Hólmadrangi á Hólmavík. Urður Örlygsdóttir ræddi við Finnboga Sveinbjörnsson, formann félagsins, sem segir þetta mikið högg fyrir samfélagið.
Birta Flókadóttir, talsmaður samtakanna Hvalavina segir dýravelferðarsinna á Íslandi fagna löngu tímabæru banni við hvalveiðum í samtali við Ólöfu Rún Erlendsdóttur.
Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nítjánda júlí, vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í Hafnarfirði um helgina.
Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands fyrstu fimm mánuði ársins hefur aukist töluvert miðað við síðasta ár. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason í viðtali við Rebekku Líf Ingadóttur.
Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir aðilar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí. Ólöf Rún Erlendsdóttir segir frá.
----
Í uppgjöri Loftslagsráðs kveður við kunnuglegan tón: Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er ómarkviss og óljóst hvernig Ísland hyggst ná skuldbindingum sínum um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, um leið og allt stefnir í metár í notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur komið fram í öllum fyrri ársyfirlitum ráðsins, og nú er bætt í frekar en hitt og sagt að færa þurfi stjórnsýslustig loftslagsmála upp á neyðarstig. Ævar Örn Jósepsson spurði Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, hvort þessi kunnuglegi tónn í uppgjörinu þýddi að stjórnvöld hefðu ekki farið að ráðgjöf þess hingað til.
Á fjórða tug hælisleitenda drukknuðu suður af Kanaríeyjum í vikunni. Spænskir strandgæslumenn voru nálægir en aðhöfðust ekkert. Ásgeir Tómasson segir frá.
Íbúar Óslóar stefna á vikulanga gleðidaga með gleðigöngu 1. júlí. Í fyrra lauk þessari hátíð með hryðjuverkaárás og morðum. Núna óttast borgarbúar að sagan endurtaki sig. Samt er undirbúningur í fullum gangi í skugga hótana og áberandi andstöðu í samfélaginu. Gísli Kristjánsson segir frá.