Spegillinn

Riða, hvalveiðar, kynstaðfesting, sjúkrarými, blóðmerar og bókmenntir

Spegillinn 10. maí 2023

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Matvælastofnun hefur krafist þess bændur sem eiga frá Syðri-Urriðaá afhendi það til sýnatöku í næstu viku. Bóndi segir þetta koma sér á óvart, þar sem tilkynnt hefði verið ekki yrði skorið meira fyrr en síðar í sumar.

Utanríkisráðherra segir siðferðislega réttlætanlegt stunda sjálfbærar hvalveiðar eins og aðrar veiðar. Hvalveiðimenn verði hins vegar tryggja dýravelferðar gætt.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við sænskt sjúkrahús um gera kynstaðfestingaraðgerðir. Löng bið er eftir þjónustu og transmiðstöð er í bígerð.

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið gripið til þess ráðs senda aldrað fólk á önnur hjúkrunarheimili og deildir í nágrenni Akureyrar.

Eftirlitsstofnun EFTA segir Ísland brjóta reglur með því skerða atvinnuleysisbætur á meðan dvalið er tímabundið í öðru landi Evrópska efnahagssvæðisins.

----

ESA, eftirlitsstofnun EFTA telur með reglum um blóðtöku úr fylfullum merum séu íslensk stjórnvöld brjóta gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Björn Malmquist ræddi við Árna Pál Árnason i yfirstjórn ESA um þess áminningu.

Stuðningsfólk Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur mótmælt því með ofsafengnum hætti víðs vegar um landið í gær og í dag hann var handtekinn í gær og hnepptur í varðhald. Ákæruvaldið krafðist þess hann yrði hafður í gæsluvarðhaldi í minnsta kosti tíu daga vegna rannsóknar á spillingarmáli sem hann er sagður tengjast. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad féllst í dag á hann yrði bak við lás og slá í átta daga. Hann á koma fyrir rétt ekki síðar en sautjánda maí.

Íslendingar stæra sig gjarnan af því vera mikil bókaþjóð, og almenn samstaða virðist vera um mikilvægi þess viðhalda íslenskri tungu og íslenskar bókmenntir - ekki síst barnabókmenntir - gegni lykilhlutverki í þeirri baráttu, minnsta kosti í orði. Á sama tíma er það vinsælt sport agnúast út í starfslaun listamanna og látið í veðri vaka þau séu annaðhvort óþarfa bruðl eða aumingjastyrkur, nema hvorttveggja sé. Í gær var efnt til málþings undir yfirskriftinni Bókmenntir á tímamótum. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins flutti þar erindi og titill þess var stutt og laggóð spurning: höfundar endum saman?

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,