Spegillinn

Riða, kosningar í Finnlandi og fordómar á vinnumarkaði

690 kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu eftir riða greindist á bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem riða greinist í Miðfjarðarhólfi. Valur Grettisson sagði frá.

Konur koma meira en helmingi sjaldnar fyrir en karlar í auglýsingu fyrir Bestu deildir karla og kvenna í fótbolta. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna gera athugasemd við auglýsinguna og vilja konum gert hærra undir höfði. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá.

Líklegt þykir aukin áhersla verði á efnahagsmál ef Petteri Orpo nær mynda ríkisstjórn í Finnlandi. Óánægja kjósenda sneri fyrst og fremst aukinni skuldsetningu ríkisins sem sýndi sig í kosningunum um helgina. Finnar ganga formlega í NATO á morgun.

Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þegar nafn eða útlitseinkenni gefa vísbendingu um erlendan uppruna.

-----

ríkisstjórn er í smíðum í Finnlandi eftir kosningar um helgina. Líklegt er nýr forsætisráðherra taki við stjórnartaumunum af Sönnu Marin þrátt fyrir flokkur hennar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum. Á sama tíma eru Finnar komnir dyragættinni inn í Atlantshafsbandalagið. En hvers vegna hlutu Sósialdemókratar, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, ekki sama stuðning og í seinustu kosningum? Bjarni Rúnarsson ræðir við Tapio Koivukari rithöfund og þýðanda.

Fólk af erlendum uppruna upplifir fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sýnir ósýnilegar hindranir mæta þeim, líka fólki sem hefur alist upp og er menntað hér; ekki síst þeim sem bera nafn eða útlits sem einkenni sem gefa vísbendingu um erlendan uppruna. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Moniku Jovisic.

Stríðsfréttabloggarinn Vladen Tatarsky birti á samfélagsmiðlinum Telegram pistil og kallaði Vecherny Vladen, eða Kvöld Vladen. Þar fjallaði hann um gang innrásarinnar í Úkraínu, sem stuðningslið hennar, rússneskt jafnt sem erlent, kallar alla jafna "sértæka hernaðaraðgerð".Rödd Tatarskys er þögnuð. Hann lést í gær í sprengjutilræði á kaffihúsi í Pétursborg þar sem hann flutti fyrirlestur um innrásina fyrir hóp fólks. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Spegillinn 3. apríl 2023.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Jón Þór Helgason.

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

3. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,