Spegillinn

Olía flæðir inn til landsins, hörmungar í Tyrklandi og bankahrun í BNA

Formaður loftslagsráðs segir ekki nauðsynlegt fórna hagvexti til draga úr olíunotkun. Orkuskiptin þurfi ganga hraðar.

Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum meðan innflutningur á olíu er eins mikil og raun ber vitni. Tölur Orkustofnunnar sýna olíunotkun hefur aukist talsvert undanförnu, en slær þó ekki met, eins og Samtök iðnaðarins halda fram.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innistæður almennings í SVB tryggðar. Fjárfestar njóti ekki sömu verndar - þannig virki kapítalisminn. Hrun banka í Bandaríkjunum á síðustu dögum hluta rekja til vaxtaáhættu, segir forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Eignir sem taldar voru tryggar féllu í verði eftir covid faraldrinum lauk og vextir hækkuðu. Óvissa um stöðu margra banka vestan hafs.

Alþjóðadómstóll hyggst draga rússneska embættismenn fyrir dóm fyrir stríðsglæpi. Hann skilgreinir flutning úkraínskra barna til Rússlands sem þjóðarmorð.

Fyrrverandi fréttarstjóri BBC segir yfirstjórnina hafa gert mistök með því víkja Gary Lineker úr starfi. Hún vonar breski miðillinn skríði upp úr þeirri holu sem hann hefur grafið sér.

----

Orkuskipti eru á fullri ferð. Eiga vera það minnsta kosti. En hagkerfið er komið á fulla ferð eftir hafa hægt hressilega á sér á faraldursárunum. Og til snúa hjólum, þarf oft á tíðum olíu, enn þá minnsta kosti. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins er búist við því met verði slegið í innflutningi á olíu hingað til lands á þessu ári. Það met er síðan 2018. Þetta rímar ekkert sérstaklega vel við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Spá Orkustofnunnar gerir ráð fyrir hlutdeild jarðefnaeldsneytis minnki á næstu árum og aðrir kostir komi í staðinn. Þar á meðal rafmagn, en eins og kom fram á ársfundi Landsvirkjunar í seinustu viku og hefur verið vitað, þá er raforkukerfið fullnýtt og ekki liggur fyrir hvort og hvenær verður virkjað meira á næstunni, þar sem sveitarfélög segjast ætla standa á skipulagsbremsunni þar til lög verða gerð skýrari og meira sitji eftir hjá þeim en raun ber vitni. Orkan öll flutt í burtu og það ekki endilega draumsýn sem það kann virðast hafa orkuvinnslu í bakgarðinum hjá sér. Bjarni Rúnarsson ræðir við Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson verkefnisstjóra hjá Orkustofnun á sviði orkuskipta.

Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segist vera sleginn yfir ástandinu í héruðunum í Tyrklandi og Sýrlandi, þar sem jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir sjötta febrúar. Grandi er nýkominn úr fimm daga kynnisferð um skjálfta

Frumflutt

13. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,