Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð.
Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál.
Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni.
Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu.
-----
Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum.
Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum.
Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun.
Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis