Spegillinn

Katrín og Scholz, loftslagskvíði og veiruskita

Forsætisráðherra segir kröfur Tyrkja og vinnubrögð í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild Nató alls ekki viðeigandi. Katrín og kanslari Þýskalands funduðu í Berlín í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu bar hæst.

Bandaríkjamenn ætla senda Abrams skriðdreka til Úkraínu. Sífellt fleiri ríki heita vopnasendingum til landsins.

Lægðir eru væntanlegar á færibandi yfir landið á næstu dögum. Þeim fylgir ýmist snjókoma eða rigning.

Parainflúensa er landlæg í kúm á Íslandi, en það kom í ljós eftir sjúkdómurinn greindist í kúm sem höfðu veikst af veiruskitu. Sérfræðidýralæknir segir sjúkdóminn þó ekki áhyggjuefni.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakar Google tölvurisann um hafa brotið samkeppnislög árum saman.

-----

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur Google tæknirisanum fyrir hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni á auglýsingamarkaði á netinu síðastliðin fimmtán ár. Merrick Garland dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um skort á siðferði innan fyrirtækisins þegar hann kynnti stefnuna á fundi með fréttamönnum í Washington. Ásgeir Tómasson tók saman.

Erum við á leið til helvítis? Er úti um okkur öll? Er Jörðin stefna til glötunnar? Þessar spurningar heyrast reglulega í tengslum við loftslagsmál. Óneitanlega vekja loftslagsbreytingar og hörmungar tengdar þeim áhyggjur og kvíða meðal fólks - ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Loftslagskvíði er fyrirbæri sem hægt er lifa með og takast á við. Hann er tvíeggja, því hann getur hvatt fólk til góðra verka til breyta venjum sínum og siðum í þágu betra loftslags. Í dag var haldinn hádegisfundur í Háskóla Íslands þar sem rætt var um loftslagskvíða og hvernig lifa með honum. Meðal þeirra sem héldu erindi þar var Sverrir Norland, fyrirlesari, rithöfundur, útgefandi og þýðandi sem fjallað hefur um loftslagskvíða í verkum sínum, til mynda í bókinni Stríð og kliður. Bjarni Rúnarsson fjallar um loftslagskvíða.

Stríðið í Úkraínu veldur Norðmönnum búsifjum. Ekki vegna skorts heldur vegna mikillar eftirspurnar og peningaflóðs inn í landið. Stríðsgróðinn er færa allt úr skorðum. Ráðherrar í ríkisstjórn keppast við spara og skera niður til koma í veg fyrir ofþenslu, verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er öfugt við það flestar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Mark Eldred.

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

25. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,