Símennt eru samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, en 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land eiga aðild að samtökunum. Mikilvægt er að vinna að símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi þar sem lögð er áhersla á að efla þekkingu og hæfni einstaklingsins. Það er margt í boði fyrir fólk sem hefur t.d. hætt framhaldsskólanámi og vill bæta við sig, þá er í boði raunfærnismat sem hægt er að fá metna reynslu af vinnumarkaði. Við töluðum við Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðukonu miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, hún er einnig formaður heildarsamtakanna.
Eftir áramót byrjuðum við með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli, þar sem Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í fjármálum heimilanna, fræðir okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum. Í dag sagði hann okkur frá áhugaverðri rannsókn frá Danmörku, þar sem kemur fram að danskir ellilífeyrisþæegar nýti sér afar lítið af ævisparnaði sínum á efri árum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur. Hann sendi frá sér tvær stórar og miklar bækur á síðasta ári. Annars vegar Rauði krossinn á Íslandi - hundrað ára saga og hins vegar Börn í Reykjavík. Við spurðum hann aðeins út í þessar bækur og fengum svo auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur
Himintungl yfir heimsins ystu brún e. Jón Kalman Stefánsson
Jörundur hundadagakonungur e. Sarah Bakewell
Sögur Jóns Trausta, t.d. Anna frá Stóruborg, Sögur úr Skaftáreldum
Tónlist í þættinum:
January / Pilot (David Paton)
June in January / Dean Martin (Ralph Rainger og Leo Robin)
January / Elton John (Elton John & Bernie Taupin)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON