Mannlegi þátturinn

Ólafur hjúkrunarfræðingur, Katrín í Hull og Skiljum (við) verkina

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rauði kross Íslands er 100 ára í ár og við töluðum við Ólaf Guðbrandsson sem útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1982 og fór í sína fyrstu ferð sem sendifulltrúi Rauða krossins ári síðar. Hann fór all 6 sinnum á stríðshrjáð svæði og vann á sjúkrahúsum Alþjóða Rauða krossins. Við fengum hann til segja okkur frá sinni reynslu og störfum við þessar erfiðu aðstæður, til dæmis í Thailandi, Afghanistan, Kenýa og víðar.

Íslendingar eru dreifðir um heiminn eins og gengur og gerist en um 50 þúsund Íslendingar búa erlendis. Katrín Snædal Húnsdóttir leikskólakennari og handverkslistakona hefur búið í nágrenni ensku borgarinnar Hull í um 20 ár og er dyggur hlustandi Rásar eitt þar sem hún hlustar flesta morgna við vinnuborðið sitt. Við fengum hana til segja til dæmis frá því hvað kom til hún flutti á sínum tíma frá Íslandi, hönnunarvörunum sem hún gerir til dæmis úr fiskileðri og ull og svo almennt frá lífinu í Hull.

Við fræddumst svo um námskeiðið Skiljum (við) verkina, sem er fyrir fólk sem býr við langvinna verki og hefur áhuga á fræðast um samband heilans, taugakerfisins og verkja og hvernig hægt er virkja hugann til endurmóta taugabrautir heilans og draga þannig úr, eða jafnvel rjúfa þrálát verkjamynstur. Þær Sóley Stefáns Sigrúnardóttir og Edda Björk Pétursdóttir standa námskeiðinu, þær eru báðar svokallaðar PRT meðferðaraðilar. Við fengum þær til segja okkur frá námskeiðinu og sinni reynslu, en þær báðar glímdu við þráláta verki, af mismunandi ástæðum, en náðu sigrast á þeim í gegnum þessa PRT aðferð.

Tónlist í þættinum:

Capri Katarína / Haukur Morthens (Jón Jónsson og Davíð Stefánsson)

Lífinu ég þakka / Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (Violeta Parra og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Where the Wild Roses Grow / Nick Cave & The Bad Seeds og Kylie Minogue (Nick Cave)

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,