Mannlegi þátturinn

Sigyn Blöndal föstudagsgestur á Filippseyjum og sósuklúður í matarspjalli

Sigyn Blöndal er nafn sem við þekkjum vel úr þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi og þá sérstaklega hefur hún gert efni fyrir börn og unglinga. Sigyn um Stundina okkar lengi og þegar hún hætti hjá RUV fyrir fáeinum árum hóf hún störf se, réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. En enn eru breytingar hjá Sigyn og í byrjun hausts flutti hún og fjölskyldan til Manila, höfuðborgar Filippseyja, þegar eiginmaður hennar fékk vinnu þar. Við slógum á þráðinn til hennar í dag og forvitnuðumst um lífið í Manila, jólahaldið þar og fleira. Sumsé Sigyn Blöndal var föstudagsgesturinn okkar í dag.

Í matarspjalli dagsins fórum við með Sigurlaugu um aftur í tímann og rifjuðum upp rjúpusósusögu, eða öllu heldur hringdum við í Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, sem rifjaði upp söguna af því þegar hún var næstum búin klúðra jólunum með því hella rjúpusósunni í vaskinn.

Tónlist í þættinum:

Hin fyrstu jól / Hljómeyki (Ingibjörg Þorbergsdóttir, texti Kristján frá Djúpalæk)

Jólaundirbúningurinn / Strumparnir (Laddi) (Þjóðlag, texti Jónatan Garðarsson)

Amma engill / Borgardætur (Jack Scholl, M. K. Jerome, texti Friðrik Erlingsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,