• 00:05:37Guðný Einarsdóttir - Tau frá Tógó
  • 00:18:04Eyrún Jónasdóttir kórstjóri
  • 00:35:02Ársæll Már - Húmor og grimmd

Mannlegi þátturinn

Tau frá Tógó, Eyrún kórstjóri og húmor og grimmd

Tau frá Togó er nafn á nýrri netverslun þar sem allur ágóði rennur til heimilis í Togó fyrir munaðarlaus börn. Þau sem standa þessu verkefni selja vörur sem búnar eru til á heimilinu og seldar til fjármagna reksturinn og hafa með þessu fjármagnað skólagöngu barnanna á heimilinu og auk þess greitt fyrir einstaka eldri nemendur í framhaldsnám. Þetta samstarf byrjaði fyrir 10 árum þegar Guðný Einarsdóttir ættleiddi son sinn frá þessu heimili. Guðný kom í þáttinn í dag.

Það eru ekki margir kórstjórar sem eru með fjóra kóra á sínum snærum en Eyrún Jónasdóttir er ein af þeim og einn af þessum kórum er kór Menntaskólans við Laugarvatn. Það er merkilegt meirihluti nemenda við skólann er í kórnum. En hvernig tekst henni halda úti kórastarfinu þegar þróunin virðist því miður vera kórastarf við framhaldsskóla hefur sumstaðar lagst af? Við ræddum við Eyrúnu í þættinum í dag.

Flestir líta húmor jákvæðum augum, hann léttir lífið og gerir samskipti skemmtilegri. Það er hins vegar erfitt útskýra húmor og hann er auðvitað ekki alltaf jákvæður, getur verið dökkur, meiðandi og grimmur. Hvað er fyndið og hvers vegna erum við reyna vera fyndin? Og hvað er grimmd og hvers vegna sýnum við hana? Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, hefur skoðað þessi tvö hugtök og hann kom og ræddi húmor og grimmd í dag.

Tónlist í þættinum

Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

Lazy Sunday / Small Faces (Marriott Lane)

Forðum / Tómas R Einarsson og Óskar Guðjónsson (Tómas R Einarsson)

Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,