• 00:07:55Sveinn Waage - fyrirlesturinn Húmor virkar
  • 00:30:20Jóhannes B. Sigtryggss. - staða íslenskrar tungu

Mannlegi þátturinn

Húmor virkar og staða íslenskrar tungu

Húmor virkar er heiti á fyrirlestri sem farið hefur víðreist um landið og þar er stuðst við meðal annras við niðurstöður viðamikilla rannsókna á virkni húmors á heilsu, sem er umtalsverð, og sem árangursaukandi afl í atvinnulífinu og lífinu almennt. Sveinn Waage er höfundur og flytjandi þessa fyrirlesturs en hann hefur meðal annars starfað sem markaðsstjóri, fyrirlesari og uppistandari. Sveinn fékk beiðni frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021 setja saman námskeið um virkni húmors sem svo þróaðist seinna yfir í samnefndan fyrirlestur. Sveinn kom í þáttinn í dag.

Íslensk málnefnd stendur fyrir afmælismálþingi í dag í tilefni af sextugsafmæli nefndarinnar undir yfirskriftinni Í þjónustu tungunnar. Þar verða flutt nokkur erindi þar sem verða meðal annars farið yfir hugleiðingar um stöðu íslenskrar tungu. Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og er í stjórn Íslenskrar málnefndar, kom í þáttinn og sagði okkur frá störfum málnefndarinnar og fór með okkur yfir stöðu íslenskrar tungu og framtíð hennar.

Tónlist í þættinum:

Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Heimförin / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Undir stórasteini / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

17. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,